Það fylgir því mikil spenna að kaupa nýjan bíl. Það fylgir sömuleiðis mikil ábyrgð að selja slíka bíla. Til að tryggja að bílakaupendur séu vel upplýstir vill ÍSBAND koma eftirfarandi á framfæri:
ÍSBAND áréttar að fyrirtækið framkvæmir allar innkallanir sem framleiðendur og samstarfsaðilar okkar tilkynna um og framkvæmir allar viðgerðir tengdar þeim án undantekninga. Innkallanir eru framkvæmdar í samráði við framleiðandur og undir eftirliti þeirra. Allt ferlið er skráð í upplýsingakerfi framleiðandans þar sem skýrt kemur fram hvort og hvenær innköllun og viðgerð hafi átt sér stað. Innkallanir og viðgerðir eru skráðar í opinberann gagnagrunn og aðgengilegar öllum og eftirlit eftir þeim því mjög mikið.
Innkallanir eru tvennskonar. Annars vegar vegna minni galla, og hins vegar vegna alvarlegri galla. Innkallanir vegna minni galla má yfirleitt framkvæmda við næstu þjónustuskoðun, eða við fyrsta hentuga tækifæri samkvæmt mati framleiðanda. Ef um alvarlegan galla er að ræða er talað um svokallað ,,Safety recall”. Slíkar innkallanir og viðgerðir eru framkvæmdar um leið og unnt er. Eiganda er þá tilkynnt um hvað þarf að gera og hann beðinn um að mæta með bílinn hið snarasta svo unnt sé að koma í veg fyrir tjón.
ÍSBAND fær kostnað sem hlýst af viðgerðum vegna innkallana ekki greiddan frá framleiðanda fyrr en búið er að framkvæma og skrá viðkomandi viðgerð upplýsingakerfi framleiðanda og sýna fram á að hún hafi farið fram.
Ef innköllun kemur upp á meðan bifreið er enn í eigu og umsjá ÍSBAND þá er hún framkvæmd strax áður en bifreið er seld. Þegar bifreiðin er síðar seld er öllum viðgerðum lokið og bifreiðin í fullkomnu ástandi, slíkar innkallanir eru einnig skráðar í opinbera gagnagrunna en ekki tilkynntar til væntanlegra eigenda enda bíllinn þá í fullkomnu standi.
ÍSBAND fylgir í einu og öllu heilbrigðum viðskiptaháttum við sölu og ábyrgð bifreiða.