RAM Breytingar
Við bjóðum upp á 35”, 37” og 40”breytingar á RAM pallbílum ásamt að vera með fjölbreytt úrval af aukahlutum. ÍSBAND er eina bílaumboðið sem sérhæfir sig í breytingum en það þýðir að breyttur RAM frá ÍSBAND heldur ábyrgðinni.
Bílar sem ekki eru fluttir inn af umboði frá USA og Kanada eru ekki í ábyrgð framleiðanda. Verksmiðjuábyrgð ÍSBAND tryggir að allar innkallanir og uppfærslur sem kunna að berast á líftíma bílsins eru tilkynntar eiganda sem framlengd ábyrgð og framkvæmdar af ÍSBAND.
35″ Breytingar
Einfaldasta breytingin við bjóðum upp á er að setja 35″ dekk undir bílinn. Nokkrir pakkar í boði.

37″ Breytingar
Úrklipping í brettum, stuðarafærsla, brettakantar, AEV 10″ breiðar felgur, 37″ dekk, breytingaskoðun. Vinsælt er að skipta út upprunalegum dempurum fyrir Bilstein. Nokkrir pakkar í boði.

40″ Breytingar
AEV upphækkunarsett og nýir Bilstein demparar eru settir undir bílinn. Við þetta hækkar bíllinn upp um 3”. Nýir brettakantar eru settir á bíllinn fyrir 40”x13,5 dekk. Þessi breyting gerir m.a. það að verkum að fjöðrunin verður mun mýkri. AEV 3” upphækkunarsett, hásingarfærsla, brettakantar, AEV 10” breiðar felgur, 40” dekk, breytingaskoðun. Nokkrir pakkar í boði.
