FJÁRMÖGNUN

Íslensk-bandaríska er í samstarfi við banka, trygginga- og fjármögnunarfélög um fjármögnun á nýjum bílum fyrir viðskiptavini. Fjármögnun getur numið allt að 90% af kaupverði bifreiðar. Fyrir einstaklinga eru bílalán eða bílasamningur í boði, auk þess sem fyrirtæki geta líka nýtt sér kaupleigu við kaup á nýrri bifreið.

Bílalán:

Ef um bílalán er að ræða, er kaupandi skráður eigandi á lánstíma og fjármögnunaraðilinn á fyrsta veðrétt á bifreiðinni.

Bílasamningur:

Ef um bílasamning er að ræða er kaupandi skráður umráðamaður og skattlagður eigandi á samningstíma, en fjármögnunaraðilinn skráður eigandi.

Vextir eru í báðum tilfellum breytilegir á samningstíma og geta verið verðtryggðir og óverðtryggðir. Einnig þarf kaupandi í báðum tilfellum að húftryggja (kaskó) bifreiðina.

Kaupleiga:

Ef um kaupleigu er að ræða kaupir fjármögnunarfyrirtækið bifreiðina og leigir síðan viðskiptavininum í umsaminn tíma.

Hér má sjá þau fyrirtæki sem Íslensk-Bandaríska er í samvinnu við með fjármögnun við kaup á bifreiðum. Þar er að finna ítarlegri fróðleik auk þess sem hægt er fara inn á reiknvélar og setja upp dæmið upp miðað þarfir hvers og eins.

ÞARFTU LÁN?
REIKNAÐU HLUTA AF KAUPVERÐINU