Nýtt styrkjafyrirkomulag fyrir kaup á rafbílum

Þann 1. janúar 2024 tók í gildi nýtt styrkjafyrirkomulag fyrir kaup á rafbílum. Sótt er um styrk til kaupa á rafbíl hjá Orkusjóði í gegnum island.is.

Viðskiptavinir sækja um 900.000 kr. rafbílastyrk fyrir fólksbíla (í flokki M1) og 500.000 kr. rafbílastyrk fyrir sendibíla (í flokki N1) en kaupverð þarf að vera undir 10.000.000 kr. Atvinnurekendur sem kaupa rafmagns atvinnubíl geta eins og áður innskattað virðisaukaskatt af kaupverði.

Sótt er um styrkina rafrænt á island.is með rafrænum skilríkjum. Orkusjóður áætlar að það taki tvo virka dag í að afgreiða umsóknina og mun svo greiða styrkinn inn á bankareikning viðskiptavinar.

Sölumenn okkar veita allar nánari upplýsingar um umsóknarferlið. Hægt er að hafa samband við okkur hérna, sent tölvupóst á isband@isband.is eða haft samband símleiðis í s. 590-2300.