traustur vinnufélagi
RAM pallbíllinn hefur fyrir löngu sannað ágæti sitt við íslenskar aðstæður. Til marks um það þá hafa fjölmargar stofnanir og björgunaraðilar valið RAM pallbíla fyrir sína starfsemi, má þar nefna fjölmargar björgunarsveitir, sérsveit lögreglunnar, Landhelgisgæsluna og Vegagerðina. Einnig má nefna hestaflutningafyrirtæki og bílabjörgunarfyrirtæki sem hafa valið sér RAM.
RAM er fáanlegur í 3 útfærslum: Laramie, Longhorn og Limited. Hver útfærsla fæst í tveimur lengdar útgáfum: Crew Cab og Mega Cab, en það síðarnefnda býður upp á mesta innra rými sem völ er á pallbílamarkaði í dag. Einnig er í boði að sérpanta RAM með tvöföldu að aftan og sem grindarbíl.
Sniðinn að þínum þörfum
Við bjóðum upp á 35”, 37” og 40”breytingar á RAM pallbílum ásamt að vera með fjölbreytt úrval af aukahlutum. ÍSBAND er eina bílaumboðið sem sérhæfir sig í breytingum en það þýðir að breyttur RAM frá ÍSBAND heldur ábyrgðinni.
Bílar sem ekki eru fluttir inn af umboði frá USA og Kanada eru ekki í ábyrgð framleiðanda. Verksmiðjuábyrgð ÍSBAND tryggir að allar innkallanir og uppfærslur sem kunna að berast á líftíma bílsins eru tilkynntar eiganda sem framlengd ábyrgð og framkvæmdar af ÍSBAND.
Fyrir öll átökin
Hægt er að fá Laramie og Limited í Night Edition úfærslu: 20” felgur, svart grill, samlitir stuðarar og annað útlit á húddi.
Einnig er hægt að sérpanta RAM á tvöföldu að aftan og sem grindarbíl fyrir allar krefjandi aðstæður.