Atvinnubílavika ÍSBAND 7.-11. apríl

Ert þú í kraftmiklum rekstri? Atvinnubílavika ÍSBAND er í fullum gangi.

ÍSBAND umboðsaðili Fiat og RAM á Íslandi efnir til sérstakrar Atvinnubílaviku dagana 7.-11. apríl í sýningarsal fyrirtækisins í Þverholti 6 Mosfellsbæ.

Lengri opnunartími:
Þriðjudaginn 8., miðvikudaginn 9., fimmtudaginn 10. apríl og föstudaginn 11. apríl verður lengri opnunartími, eða opið frá kl. 10-19. Aðra daga er opið frá kl. 10-17.
Sýnd verður nýjasta atvinnubílalínan frá Fiat og hinir öflugu RAM 3500 pallbílar.

Fiat Professional býður upp á fjölbreytt úrval atvinnubíla af ýmsum stærðum og gerðum og hefur á undanförnum árum verið í fararbroddií sölu og framleiðslu á atvinnubílum. Mikið flutningsrými, mikil burðargeta og lágur rekstrarkostnaður eru einkenni Fiat Professional atvinnubíla.
Fiat Doblo, Fiat Scudo, Fiat Ducato sendibifreið og Fiat Ducato vinnuflokkabifreið verða til sýnis og einnig verður boðið upp á reynsluakstur.

Fiat Professional atvinnubílarnir eru fáanlegir sem 100% rafknúnir eða dísel, þá beinskiptir eða sjálfskiptir.

Söluráðgjafar ÍSBAND munu veita viðskiptavinum ráðgjöf til að finna hentugstu lausn hverju sinni sem og ráðgjöf með fjármögnun bifreiða. Allir Fiat Professional sendibílar eru með 7 ára ábyrgð. 8 ára ábyrgð er á rafhlöðu rafknúinna bíla.

Sértilboð verður á Fiat Atvinnubílum hvort sem um lagarbíla eða sérpöntun er að ræða.

___________

RAM 3500 pallbíllinn hefur fyrir löngu sannað ágæti sitt við íslenskar aðstæður. Til marks um það hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir valið RAM pallbíla fyrir sína starfssemi. Sannarlega vinnufélagi sem allir vilja fá til starfa. Á sýningunni verða óbreyttir og breyttir pallbílar til sýnis. 35”, 37” og 40”, en breytingaverkstæði ÍSBAND sérhæfir sig í breytingum og uppsetningum á aukabúnaði fyrir RAM og er ÍSBAND eina bílaumboðið sem sér sjálft um að framkvæma slíkar breytingar. RAM bílum sem breytt er af ÍSBAND viðhalda verksmiðjuábyrgð sinni.

Á meðan Atvinnubílavikunni stendur verða nokkrir RAM sýningarbílar boðnir á frábæru tilboðsverði, með allt að 1.000.000 – 2.000.000 kr. afslætti og verði frá 10.930.135 kr. án vsk eða 13.553.368 kr. með vsk.