Ódýrasti rafbíll landsins í sínum stærðarflokki
Dagana 12.–15. nóvember mun ÍSBAND, umboðsaðili Leapmotor á Íslandi, frumsýna B10, nýjan og glæsilegan 100% rafknúinn bíl frá LEAPMOTOR.
B10 er einn ódýrasti rafbíll landsins í sínum stærðarflokki. Hann er sérlega rúmgóður, vel útbúinn og með frábært innra rými.
Rétt eins og aðrir bílar frá LEAPMOTOR er B10 hannaður með það að markmiði að draga ekki úr gæðum fyrir hagkvæmni, heldur bjóða íslenskum bílakaupendum bíla á góðu verði og fá þá til að taka stökkið inn í nýja veröld þar sem tækni og framúrstefnuleg hönnun mætast í nýrri tegund rafmagnsbíla.
LEAPMOTOR er í samstarfi við bílarisann Stellantis í Evrópu sem framleiðir þekkt merki á borð við Jeep, RAM, Fiat og Maserati. ÍSBAND sinnir allri sölu og þjónustu fyrir LEAPMOTOR á Íslandi og er í góðu sambandi við þjónustuaðila á landsbyggðinni.
Nánar um Leapmotor B10
B10 rafbíllinn frá Leapmotor er fáanlegur í tveimur útfærslum:
- Life sem er með 56.2 kWh rafhlöðu og drægni upp á 361 km samkvæmt WLTP.
- Design sem er með 67.6 kWh rafhlöðu og drægni upp á 434 km samkvæmt WLTP.
Í Life útgáfu má nefna staðalbúnað á borð við panorama glerþak með rafdrifinni gardínu, sjálfvirka loftkælingu, 360° myndavél, ADAS aðstoðarökumannskerfi með fjölmörgum hagnýtum aksturstillingum, 14,6” og 2,5K upplýsinga- og snertiskjá, 8,8” mælaborð, 18” álfelgur, LED aðalljós og LED ljós að aftan.
Verð á B10 Life er 3.990.000 kr. með rafbílastyrk í forsölu.
Í Design útgáfu bætast við leðursæti, rafdrifið ökumanns- og farþegasæti frammí, hiti og kæling í framsætum, rafdrifin opnun á afturhlera, stemningslýsing í innra rými o.fl.
Verð á B10 í Design úfærslu er 4.790.000 kr. með rafbílastyrk í forsölu.
Lengri opnunartími
Á meðan frumsýningunni stendur verður boðið upp á lengri opnunartíma. Dagana 12. og 13. nóvember verður opnunartíminn frá kl. 10–19 og laugardaginn 15. nóvember verður opið frá kl. 12–16.
Frumsýning á nýjum B10 verður í sýningarsal ÍSBAND, Þverholti 6 í Mosfellsbæ.



