traustur vinnufélagi
Nýr RAM HEAVY DUTY kemur nú með mörgum spennandi nýjungum. Ný 8 gíra sjálfskipting, meira afl, 430 hestöfl, 4 Link gorma- og/eða loftpúðafjöðrun, bílarnir skarta nýjum framenda, 14.5” upplýsinga og snertiskjár. Ný REBEL 2500 torfæru útgáfa nú í boði., Crew Cab, RAM box og á 33” dekkjum.
RAM pallbíllinn hefur fyrir löngu sannað ágæti sitt við íslenskar aðstæður. Til marks um það þá hafa fjölmargar stofnanir og björgunaraðilar valið RAM pallbíla fyrir sína starfsemi, má þar nefna fjölmargar björgunarsveitir, sérsveit lögreglunnar, Landhelgisgæsluna og Vegagerðina. Einnig má nefna hestaflutningafyrirtæki og bílabjörgunarfyrirtæki sem hafa valið sér RAM.
NÝTT: REBEL OFFROAD ÚTFÆRSLA MEÐ RAMBOXUM:

RAM 2500/3500 eru fáanlegir í Laramie og Limited úfærslum í tveimur útfærslum Crew Cab og Mega Cab, en það síðarnefnda býður upp á mesta innrarými sem völ er á pallbílamarkaði.
Getum pantað flestar útfærslur af RAM.
Hægt er að sérpanta RAM á tvöföldu að aftan eða sem grindarbíl.
Sniðinn að þínum þörfum
Við bjóðum upp á 35”, 37” og 40”breytingar á RAM pallbílum ásamt að vera með fjölbreytt úrval af aukahlutum. ÍSBAND er eina bílaumboðið sem sérhæfir sig í breytingum en það þýðir að breyttur RAM frá ÍSBAND heldur ábyrgðinni.
5 ára ábyrgð
Í fyrsta sinn 5 ára verksmiðjuábyrgð á stórum amerískum pallbíll
RAM sem ekki eru fluttir inn af ÍSBAND, umboðsaðila RAM á Íslandi, hvort sem er frá Evrópu, USA eða Kanada eru ekki með verksmiðjuábyrgð frá framleiðanda. 5 ára verksmiðjuábyrgð er eingöngu á RAM pallbílum innfluttum af ÍSBAND og tryggir að allar innkallanir og uppfærslur sem kunna að berast á líftíma bílsins eru framkvæmdar.
Fyrir öll átökin
Hægt er að fá Laramie og Limited í Night Edition úfærslu: 20” felgur, svart grill, samlitir stuðarar og annað útlit á húddi.
Einnig er hægt að sérpanta RAM á tvöföldu að aftan og sem grindarbíl fyrir allar krefjandi aðstæður.




















