RAM ÁBYRGÐARSKILMÁLAR

Almenn ábyrgð RAM

  1. Almenn ábyrgð RAM bifreiða með bensín vél:
    Ábyrgðin nær til hvers konar agnúa sem rekja má til galla í framleiðslu eða við samsetningu við eðlilega notkun í 2 ár, óháð akstri.
  2. Almenn ábyrgð RAM bifreiða með dísel vél:
    Ábyrgðin nær til hvers konar agnúa sem rekja má til galla í framleiðslu eða við samsetningu við eðlilega notkun í 2 ár, óháð akstri.

Atriði sem ábyrgð nær ekki til:

Eðlilegt slit og/eða rýrnunar sem verður við notkun bifreiðar.

Eðlilegur viðhaldskostnaður svo sem stillingar, vökvar og olíur, skipting á olíum og síum, endurnýjun kerta, slitnum þurrkublöðum, spíssum, bremsuklossum, bremsudiskum, bremsuskálum og bremsuborðum, pústkerfi, kúplingu, dempurum, slits á innréttingu og dekkjum.

 

Ábyrgðin nær til ryðs á yfirborði og galla í málningu, sem koma fram á máluðum hlutum yfirbyggingar og stafa af efnisgalla, eða slælegum vinnubrögðum, í 2 ár.

Atriði sem ábyrgð nær ekki til :

  • Bifreið breytt án samþykkis söluaðila RAM á Íslandi
  • Viðgerðar framkvæmdum af öðrum en viðurkenndum þjónustuaðila RAM
  • Notkunar á vara-og íhlutum sem ekki eru viðurkenndir af RAM
  • Skemmda sem rekja má til óhappa svo sem rispur og dældir og/eða slælegrar umhirðu

84 mánaða ábyrgð gagnvart gegnumryði

Gegnumryð
Ábyrgðin gildir í 7 ár og nær til gegnumryðs á yfirbyggingu (þ.e. hvers konar gata á yfirbyggingu sem myndast hafa innan frá) sem rekja má til efnisgalla eða slælegra vinnubragða.

Yfirbygging er skilgreind sem hvers konar upprunalegur hluti yfirbyggingar frá RAM úr plötustáli, þ.m.t. vélarhlíf, hurðir og lok á farangursgeymslu. Aðrir hlutar sem tengjast yfirbyggingunni eins og listar, stuðarar og lamir falla ekki undir 7 ára gegnumryðsábyrgð.

Atriði sem ábyrgð nær ekki til :

  • Bifreið breytt án samþykkis söluaðila RAM á Íslandi
  • Viðgerðar framkvæmdum af öðrum en viðurkenndum þjónustuaðila RAM
  • Notkunar á vara-og íhlutum sem ekki eru viðurkenndir af RAM
  • Skemmda sem rekja má til óhappa svo sem rispur og dældir og/eða slælegrar umhirðu
  • Ófullnægjandi viðgerðar er veldur því að ryð myndast á seinni stigum.
  • Bifreiða sem hafa verið afskráðar í kjölfar umferðaóhappa

Almenn ábyrgðarákvæði RAM

Hvenær hefst ábyrgðartíminn?
Ábyrgðartíminn hefst á nýskráningardegi ökutækisins.

Þarf ég að greiða fyrir viðgerðir á bílnum mínum sem fara fram á ábyrgðartímanum?
Nei. Viðurkenndur þjónustuaðili RAM framkvæmir hvers konar viðgerðir sem ábyrgðin nær til án þess að þú verðir að greiða fyrir vinnu eða varahluti. RAM ákveður hvort gert verði við hluti eða skipt um þá.

Ábyrgðarskilmálarnir 
Ökutækinu skal viðhaldið samkvæmt vörulýsingu og leiðbeiningum framleiðandans. Sé það ekki gert getur það valdið ógildingu ábyrgðar varðandi hluti sem þarfnast viðhalds. Mælst er til að viðurkenndur þjónustuaðili RAM annist reglubundið viðhald ökutækisins.

Eigandi/umráðamaður ber ábyrgð á því að halda nauðsynlegar skrár til að sanna að slíkt viðhald hafi farið fram. Ef fram koma gallar, sem ábyrgðin nær til, er skylt að fara með ökutækið til viðurkennds þjónustuaðila RAM svo skjótt sem auðið er. Það skal gert til þess að koma í veg fyrir aukna galla eða skemmdir og ökutækið þarfnist víðtækari viðgerðar en upphaflega hefði verið þörf fyrir.

Hefur ábyrgðin áhrif á lagalegan rétt minn?
Nei. Ábyrgð RAM rýrir aldrei rétt þinn sem tryggður er með lögum.

Til hvaða hluta nær ábyrgðin ekki?
Ábyrgð RAM er ætlað að ná til hvers konar agnúa sem rekja má til galla í framleiðslu eða samsetningu að undanskildu því sem nánar er tilgreint.

Almenn ákvæði – ábyrgð nær ekki til eftirtalina hluta:

Tjón eða bilanir sem stafa beint eða óbeint af einhverjum af eftirtöldu:

  1. Eldsvoði, slys eða þjófnaður.
  2. Ill meðferð eða vanræksla.
  3. Misnotkun, t.d. kappakstur eða ofhleðsla.
  4. Bilunar sem rekja má til viðgerðar sem framkvæmd hefur verið af öðrum en viðurkenndum þjónustuaðila RAM.
  5. Ísetning annarra varahluta en þeirra sem viðurkenndir eru af RAM.
  6. Breytingar á bifreið sem ekki eru framkvæmdar af eða með samþykki söluaðila RAM á Íslandi.
  7. Misbrestur á að framfylgja viðhaldi í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda, þ.m.t notkun annarra vökva en þeirra sem tilgreindir eru af framleiðanda.
  8. Viðgerðar á bifreið sem auðkennismerki framleiðanda hafa verið fjarlægð.
  9. Ef eigandi /umráða maður bifreiðar tilkynnir ekki um meintan galla innan 30 daga frá því að vart verður við bilun