LAUS STÖRF HJÁ ÍSBAND
Afgreiðsla/lager vara- og aukahlutaverslun
Starfið felst í afgreiðslu vara- og aukahluta til viðskiptavina verslunar og til verkstæðis okkar. Móttaka og frágangur á lager ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í vaxandi fyrirtæki og verslun í miklum vexti. Starfið hentar öllum óháð kyni og aldri. Í dag eru fjórir starfsmenn í verslun og lager auk bílstjóra og verður þetta sjötta stöðugildið.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Afgreiðsla vara- og aukahluta til verkstæðis okkar
-
Vörumóttaka og frágangur á lager
-
Afgreiðsla og samskipti við viðskiptavini verslunar
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Bílpróf
-
Lipurð í samskiptum
-
Rík þjónustulund
Fríðindi í starfi
- Heitur hádegismatur og úrvals kaffi
Öflugt starfsmannafélag. Árshátíðarferð til Prag í september.
Vinnutími: 8:00-17:00 mánudaga til fimmtudaga og 8:00-16:00 á föstudögum að Smiðshöfða 5, 110 Reykjavík
Þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku
Starfið felst í samskiptum við viðskiptavini verkstæðis og verslunar. Bóka bíla inn á verkstæði í samráði við verkstjóra. Uppsetningu og uppgjör reikninga. Utanumhald standsetninga, breytinga og ábyrgðaverkefna. Starfið hentar öllum óháð kyni og aldri. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í ört vaxandi fyrirtæki þar sem ríkir góður starfsandi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Samskipti við viðskiptavini
- Tímabókanir á verkstæði
- Reikningagerð
- Utanumhald bíla í standsetningu og breytingu
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Íslenskukunnátta
-
Lipurð í samskiptum
-
Góð þjónustulund
Fríðindi í starfi
- Heitur hádegismatur og úrvals kaffi
Öflugt starfsmannafélag. Árshátíðarferð til Prag í september.
Vinnutími: 7:45-17:00 mánudaga til fimmtudaga og 7:45-16:00 á föstudögum að Smiðshöfða 5, 110 Reykjavík