Alfa Romeo Tonale Plug-In Hybrid Q4 – Verð: 10.940.000 kr.

STAÐALBÚNAÐUR

  • Fjórhjóladrifinn
  • 20” álfelgur
  • Leðurinnrétting
  • Rafdrifin framsæti með minni
  • Hæðarstillanlegt ökumannssæti
  • Hiti og kæling í framsætum
  • Hiti í stýri
  • Armpúði milli framsæta með geymsluhólfi
  • Sjálfvirk tveggja svæða miðstöð með loftkælingu
  • 60/20/20 aftursæti
  • Harman Kardon hljóðkerfi
  • 10.25” TFT upplýsingaskjár í mælaborði
  • 10,1” upplýsinga- og snertiskjár
  • Íslenskt leiðsögukerfi
  • Bluetooth fyrir tónlist og síma
  • 360° myndavél
  • Þráðlaus hleðsla fyrir farsíma
  • Sóllúga
  • Snertilaus opnun á afturhlera
  • Lykillaust aðgengi og ræsing
  • Fjarlægðarskynjarar að framan og aftan
  • Akreinaaðstoð
  • Akstursaðstoð á þjóðvegi
  • Árekstrarvari
  • Fjarlægðarstilltur hraðastillir (Adaptive Cruise Control)
  • Blindhornsvörn
  • Umferðarskiltalesari
  • Upphitaðir rafmagnsspeglar
  • Aðfellanlegir hliðarspeglar
  • Sjálfdimmandi baksýnisspegill
  • ABS með bremsuaðstoð (Brake Stability Control)
  • ESP skriðvörn og spólvörn
  • Brekkuhaldari (Hill Descent Control)
  • Stöðugleikabúnaður fyrir dráttarvagna (Trailer Sway Damping)
  • Þjófavörn
  • Regnskynjari
  • Upphituð framrúða við rúðuþurrkur
  • Rafdrifin handbremsa
  • Kapall fyrir hleðslu
  • Gólfmottur
  • LED-ljós að framan og að aftan
  • Sjálfvirk LED-aðalljós
  • Þokuljós með beygjustýringu
  • Þakbogar
  • Litaðar rúður

LITIR

20″ FELGUR

Alfa Tonale 20" felgur

Allt að 82 km
á rafmagni

Allt að 600 km 
heildardrægni

26-33 g/km
af losun CO2 
í blönduðum akstri

Heildarafköst
280 hestöfl

HORFT TIL FRAMTÍÐAR

Fyrsta PLUG-IN HYBRID bifreiðin frá Alfa Romeo: einstök gæði, sérhvert smáatriði úthugsað. Kraftmikil og glæsileg hönnun endurvekur sportleika 21. aldarinnar.
Snákurinn á afturhurð vinstra megin, sömu hlið og hleðslutengi er, undirstrikar enn frekar að hér sé um PLUG-IN-HYBRID bíl að ræða.
LED Adaptive Matrix 3+3 framljósin eru einstakt einkenni Alfa Romeo.
20" Teledial álfelgur með nútímalegri hönnun vísa í
útlit skífusíma sem var þema bíla á árunum í kringum 1960.
Type 2 snjallhleðslutækið er staðsett aftarlega á vinstri hlið ökutækisins og gerir þér kleift að hlaða bílinn á hleðslustöðvum, heima og að heiman.

AUKIN ÞÆGINDI Á FERÐINNI

Gæðaefni, háþróaður tæknibúnaður og aukin þægindi Alfa Romeo gefa akstrinum nýja merkingu.
Stafrænn 12,3" skjár sem býður upp á þrjár mismunandi stillingar: Heritage, Evolved og Relax.
Heritage og Evolved* útlitin bera merki biscione-snáksins sem breytir útlínum sínum í samræmi við stöðu rafmótorsins.
Tonale Plug-in Hybrid Q4 er útbúinn 12,3" skjá og stafrænum 10,25" upplýsinga- og snertiskjá.
Tonale Plug-in Hybrid Q4 er rúmgóður kostur fyrir þau sem kjósa þægindi og vandaða hönnun.
Alfa Romeo er útbúinn leðurinnréttingu auk hita og kælingu í framsætum.
Útbúinn kraftmiklu og vönduðu hljóðkerfi frá Harman Kardon umlykur bíllinn þig ljúfum tónum á ferðinni.
Kerfið inniheldur 14 mismunandi hátalara sem koma kristaltærum hljómi til skila, hvert sem þú ferð.
Finndu smjörþefinn af stemningunni á lagalistanum okkar, „Alfa Romeo Tonale“.

LÍFSBÆTANDI LAUSNIR

Þökk sé næstu kynslóðar hugbúnaðararkitektúrs býður Tonale Plug-In Hybrid Q4 upp á fjölda af tækninýjunga: hann er fyrsti bíllinn til að taka upp NFT Blockchain vottun, hann státar af Amazon Alexa* raddþjónustunni og gerir kleift að nýta Amazon* þjónustu. Þessi kerfi samþættrar stafrænnar þjónustu mun tryggja bestu upplifunina innan sem og utan.

*Amazon, Alexa og öll tengd lógó eru vörumerki Amazon.com, Inc. eða hlutdeildarfélaga þess.

SPORTLEGUR AKSTUR FRAMTÍÐARINNAR

Tonale Plug-in Hybrid Q4 er ríkulega búinn fjölmörgum nýjungum. Tonale Plug-in Hybrid Q4 markar nýjan kafla í vegferð Alfa Romeo, með 280 hestöfl, hröðun frá 0-100 km/klst. á aðeins 6,2 sekúndum og með aðeins 26-33 g/km af CO2 losun samkvæmt WLTP staðlinum.

Disclaimer: Fyrirvari: Eyðsla í blönduðum akstri Tonale Plug-In-Hybrid (l/100km): 1.4-1.1; rafnotkun í blönduðum akstri (kWh/100km): 18.7-16.8; Co2 útblástur (g/km): 33-26. Allt að 82 km drægni á rafmagni í blönduðum akstri. Heildardrægn er sú drægni sem hægt er að aka bæði á bensíni og á rafmagni í innanbæjarakstri. Byggt á WLTP staðli, gerðarvindurkenndur þann 4.11.2022. Uppgefin gildi eru til samanburðar. Bensíneyðsla, Co2 útblástur og drægni á rafmagni getur verið misjöfn, allt eftir aksturslagi ökumanns, akstursaðstæðum, hraða, sérútbúnaði á bíl, tegund hjólbarða, hitastigi ofl.

AUKIN SKILVIRKNI

Til að tryggja framúrskarandi skilvirkni er Tonale Plug-in Hybrid Q4 búinn 306 V litíumjóna, nikkel-mangan-kóbalt rafhlöðupakka með 15,5 kWst getu. Ein sú besta í sínum flokki og getur rafhlaðan náð fullri hleðslu á aðeins 2,5 klukkustundum þegar 7,4 kW hleðslustöð er notuð. Tonale Plug-in Hybrid Q4 verður einn af skilvirkustu Plug-In-Hybrid í sínum flokki, með allt að 82 km drægni af hreinu rafmagni og heildar akstursdrægni í allt að 600 km, sé miðað við innanbæjarakstur.

ÍMYND ÁNÆGJU ÞESS AÐ AKA FRÁBÆRUM BÍL

Hannaður til að bjóða upp á snögg viðbragð, frábært grip og mikla hröðun, Tonale Plug-in Hybrid Q4 er búinn Q4 fjórhjóladrifinu sem veitir þægilega og skemmtilega akstursánægju. Einstök lipurð, léttleiki og töfrandi aksturseiginleikar eru þeir þættir sem munu gulltryggja akstursánægju Alfa Romeo.

NÝSTÁRLEG TÆKNI OG ÞÆGINDI

Með nýjustu Advanced Driver Assistance Systems (ADAS) býður Tonale Plug-in Hybrid Q4 upp á nýjustu tæknilausnir og aðgerðir, sem tryggja jákvæða upplifun á ferðalögum jafnt utan sem innanbæjar. Allir um borð fá að upplifa aukna vellíðan og þægindi.

STÆRÐ

Alfa Romeo Tonale Plug-in Hybrid Q4 er með 385 lítra farangursrými.
Gerðu hvern dag að ævintýri. Þökk sé góðu úrvali fylgihluta frá Mopar getur þú tekið áhugamálin hvert á land sem er.
Þverbogar sem settir eru þvert á langboga. 60 kg hámarksburður.Þverbogar
Hjólagrindin er gerð úr sterku áli og tilvalin til að bera
hjól á öruggan og einfaldan hátt.
Hjólagrind
Skíðaberinn er búinn þjófavörn og til þess gerður að halda áhugamálunum alltaf innan seilingar.Skíðaberi
Skottmotta heldur ávallt skottinu hreinu og vel skipulögðu. Gerð úr hitaplastefni, sérstaklega hönnuð til að hylja farangursrýmisgólfið með bremsuvörn,
sem lágmarkar að rennsli í farangursrýminu.
Skottmotta