LAUS STÖRF HJÁ ÍSBAND

Þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku

Vegna aukinna umsvifa erum við að fjölga þjónustufulltrúum í verkstæðismóttöku.

Starfið felst í samskiptum við viðskiptavini verkstæðis og verslunar. Bóka bíla inn á verkstæði í samráði við verkstjóra. Uppsetningu og uppgjör reikninga. Starfið hentar bæði konum og körlum. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í ört vaxandi fyrirtæki þar sem ríkir góður starfsandi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Samskipti við viðskiptavini
  • Tímabókanir á verkstæði
  • Reikningagerð

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Íslenskukunnátta
  • Lipurð í samskiptum
  • Góð þjónustulund

Fríðindi í starfi

  • Heitur hádegismatur og úrvals kaffi

Öflugt starfsmannafélag.

Opnunartími er virka daga 7:45-17:00 nema til 16:00 á föstudögum að Smiðshöfða 5, 110 Reykjavík.

Fjölgun þjónustufulltrúa býður upp á möguleika á sveigjanlegri vinnutíma.