LAUS STÖRF HJÁ ÍSBAND
Akstur & standsetningar JEEP/RAM/FIAT umboðið
Fjölbreytt og skemmtilegt starf sem hentar heilsuhraustum konum og körlum á öllum aldri. Vinnutími er virka daga milli 9-17. Starfið felst í að sækja bíla til flutningsaðila, fara með bíla á milli þjónustuverkstæðis og bílasölu, fara með uppítökubíla á notuðu söluna, standsetja nýja bíla, létt lokaþrif fyrir afhendingu, sendast með skjöl og annað sem til fellur í söludeild.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sækja og sendast með bíla
- Standsetning nýrra bíla
- Létt þrif fyrir afhendingu nýrra bíla
Menntunar- og hæfniskröfur
- Bílpróf er skilyrði
- C1 “pallbílapróf” eða meirapróf er kostur
- Jákvæðni og þjónustulund
Fríðindi í starfi
- Góður félagsskapur og úrvals kaffi
Öflugt starfsmannafélag.
Opnunartími er virka daga 7:45-17:00 nema til 16:00 á föstudögum að Smiðshöfða 5, 110 Reykjavík.