LAUS STÖRF HJÁ ÍSBAND

Jeep og RAM jeppabreytingar / viltu læra jeppabreytingar?

Starfið felst í breytingum á Jeep Wrangler, Grand Cherokee og RAM. Breytingarnar eru staðlaðar 35″-40″. Ekki er um að ræða sérsmíði eða stærra en 40″ breytingar.

Erum bæði að leita að vönum breytingarmönnum og eins þeim sem vilja læra jeppabreytingar.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • 35″-40″ breytingar á Jeep og RAM
  • Ásetning brettakannta
  • Minniháttar úrklippingar

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Reynsla af jeppabreytingum er kostur
  • Bifvélavirki eða bifreiðasmiður er kostur
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Ökuréttindi eru skilyrði
  • C1 bílpróf (pallbílapróf) er kostur

Fríðindi í starfi

  • Heitur hádegismatur og úrvals kaffi