ÍSBAND bílaumboð efnir til glæsilegrar bílasýningar á útivistarsýningunni Vetrarlíf sem haldin verður dagana 25. og 26. nóvember nk. í reiðhöll Léttis, Safírarstræti 2 á Akureyri.

Frá Jeep verður sýndur bíll ársins í Evrópu Jeep Avenger, sem er fyrsti 100% rafknúni bíllinn frá Jeep.  Þá verða einnig Jeep Renegade, Jeep Compass og Jeep Wrangler Rubicon jepparnir sýndir. Alvöru jeppar með alvöru fjórhjóladrifi og lágu drifi. Sýndir verða breyttir Jeep Wrangler og RAM 3500, en þjónstusverkstæði ÍSBAND sérhæfir sig í breytingum á Jeep og RAM bifreiðum. Loks verður sýndur Alfa Romeo Tonale Veloce Q4, sem er glæsilegur sportjeppi og fyrsti Plug-In-Hybrid bíllinn frá Alfa Romeo.

Sérstakt tilboð verður á sýningar- og reynsluakstursbílum.  Jeep með allt að 1.770.000 kr. afslætti og RAM 3500 og Alfa Romeo Tonale með allt að 1.000.000 kr. afslætti. Smelltu hérna til að skoða úrvalið af tilboðsbílum.

Sýningin er opin á laugardeginum á milli kl. 11:00 og 17:00 og á sunnudeginum á milli kl. 11:00 og 15:00.   Enginn aðgangseyrir er að sýningunni.

Eftir að sýningu lýkur á sunnudeginum verður boðið upp á reynsluakstur á  sýningarbílunum hjá Stormi á Óseyrarbraut 4, milli kl. 14:30-16:00

Car-X Njarðarnesi 8-10 er þjónustaðili ISBAND á Akureyri