Jeep Avenger fyrsti 100% rafdrifni bíllinn frá Jeep heldur áfram að sópa að sér verðlaunum og nú eru það “autonis” verðlaunin sem lesendur hins virta þýzka bílatímarits Auto, Motor und Sport veita, fyrir bestu hönnun þeirra bíla sem koma á nýir á markað síðast liðina 12 mánuði. Meira en 14.000 lesendur völdu Avenger sem bestu hönnun í flokki “Small SUV/Off-Road”. Alls stóð valið um 105 bíla og voru veitt verðlaun í 11 flokkum. Avenger vann sinn flokk með yfirburðum og greiddu yfir 53% lesenda honum sitt atkvæði í sínum flokki.