Við viljum þakka þeim fjölmörgu sem komu á bílasýninguna okkar um síðustu helgi. 2 frumsýningar, Jeep Avenger, fyrsti 100% rafdrifni bílinn frá Jeep og Alfa Romeo Tonale, fyrsti Plug-In-Hybrid bílinn frá Alfa Romeo. Ekki síður vakti mikla athygli nýi Jeep Grand Cherokee jeppinn, sem er nú í fyrsta skipti fáanlegur í Plug-In-Hybrid útfærslu. Að lokum var Fiat 500e 100% rafdrifni smábíllinn frá Fiat sýndur, en hann er nú fáanlegur aftur.
Við bjóðum upp á reynsluakstur þeim bílum sem við sýndum og hvetjum sem flesta til að kíkja til okkar í kaffi og reynsluakstur í Þverholt 6 í Mosfellsbæ. Það er opið hjá okkur milli kl. 10-17 virka daga og 12-16 á laugardögum. Við viljum benda sérstaklega á að forsala er hafin á nýjum Grand Cherokee og er tilvalið núna að tryggja sér sitt eintak.
Enn og aftur kærar þakkir fyrir komuna og verið velkomin aftur!