ÍSBAND bílaumboð býður til glæsilegrar bílasýningar laugardaginn 2. september.

2 frumsýningar, Jeep Avenger og Alfa Romeo Tonale og forsýning á nýjum Jeep Grand Cherokee.  Auk þess verður Fiat 500e sýndur, sem er aftur fáanlegur, eftir nokkurt hlé.

Jeep Avenger – Rafmagnað frelsi

Bíll ársins í Evrópu 2023 og er fyrsti alrafmagnaði bíllinn frá Jeep.  Jeep Avenger hefur farið sigurför um Evrópu og undanfarið hefur hann verið að sópa að sér hverjum verðlaununum á fætur öðrum, margrómaður fyrir fallegt útlit og góða aksturseiginleika. Avenger er með  400 km drægni í blönduðum akstri og 550 km innanbæjar samkvæmt WLTP staðli.  Avenger státar af 20 cm veghæð og er fáanlegur í þremur útfærslum, Longitude, Altitude og Summit.

Jeep Grand Cherokee – Goðsögnin endurfædd

Nýr Grand Cherokee verður forsýndur á sýningunni og nú í fyrsta skipti í Plug-In-Hybrid útfærslu.  Einstök þægindi og magnaður kraftur til að takast á við erfiðar áskoranir. 380 hestöfl og drægni á rafmagni allt að 51 km samkvæmt WLTP staðli.  Glæsilegt nýtt útlit og að innan hefur hvergi verið sparað til að mæta kröfuhörðum kaupendum um gæði og vandaðan frágang.  Enginn afsláttur hefur verið gefinn af torfæru eiginleikum nýs Grand Cherokee og má segja að hér hafi frekar verið bætt í. Áætlað er að afhendingar á nýjum Grand Cherokee verði síðla vors á næsta ári, en ISBAND hefur þegar hafið forsölu á bílnum.

Alfa Romeo Tonale Veloce Q4 Plug-In Hybrid –

Nýr rafmagnaður tónn og einstök aksturs upplifun er að finna í nýjum fjórhjóladrifnum Alfa Romeo Tonale í Plug-In-Hybrid útfræslu.  Glæsileg ítölsk hönnun sem tekið er eftir og kepptust hönnuðir Alfa Romeo að greina hið mikilfenglega frá hinu venjulega í nýjum Tonale.  .  Einstök lipurð, léttleiki og töfrandi aksturseiginleikar munu gulltryggja akstursánægju ökumanns í Alfa Romeo Tonale Veloce Q4. 280 hestöfl og allt að 82 km drægni á rafmagni samkvæmt WLTP staðli.

Fiat 500e – 100% rafmagnsbíll á ítalska vegu

Þessi frábæri bíll er nú fáanlegur aftur eftir nokkurt hlé. Ítölsk tímalaus gæðahönnun eins og hún gerist best. 100% rafdrifninn bæjarsnattari með drægni allt að 309 km í blönduðum akstri og allt að 433 km innanbæjar, samkvæmt WLTP staðli.  Fullkominn bíll í bæjarumferðina.

Sýningin er í sýningarsal ÍSBAND að Þverholti 6 í Mosfellbæ og er opin frá kl. 12-16.