Ásdís Ásgeirsdóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, reynsluók Jeep Compass Trailhawk 4xe Plug-In-Hybrid og var hann alveg draumur að hennar mati.

Það er eitt­hvað traust­vekj­andi við am­er­íska bíla. Mögu­lega hef­ur upp­eldi mitt í Am­er­íku eitt­hvað haft að segja. Þar ólst blaðamaður upp við stóra og kraft­mikla kagga sem vekja góðar minn­ing­ar. Þetta voru auðvitað meng­un­ar­s­pú­andi bens­ín­hák­ar þess tíma en fáir hugsuðu um slík mál á átt­unda og ní­unda ára­tug síðustu ald­ar.

Svo var auðvitað al­vöru hljóð í vél­um þess­ara bíla sem flokk­ast í dag und­ir hljóðmeng­un.

Krafa um um­hverf­i­s­væna bíla

Eft­ir að hafa átt nokkra bíla úr ýms­um átt­um eignaðist ég nán­ast fyr­ir slysni Jeep Cherokee SRT, 420 hest­öfl hvorki meira né minna. Hvorki fyrr né síðar hef ég keyrt annað eins tryl­li­tæki. Bíll­inn vakti mikla at­hygli al­vöru bíla­áhuga­manna sem marg­ir hverj­ir sneru sig úr hálsliðum þegar ég, miðaldra kon­an með hóf­leg­an áhuga á bíl­um, ók fram­hjá. En ef ein­hvern tíma var gam­an að kitla bens­ín­gjöf­ina, þá var það í þess­um bíl.

En allt tek­ur enda og bíll­inn var seld­ur enda bens­ín­kostnaður kom­inn upp úr öllu valdi og jepp­inn alls ekki um­hverf­i­s­vænn. Síðan eru liðin um sjö ár og mikið vatn runnið til sjáv­ar hjá bíla­fyr­ir­tækj­um um all­an heim. Í dag er há­vær krafa um hljóðláta, spar­neytna og um­hverf­i­s­væna bíla, sem er vel.

Mjúk­ur og hljóðlát­ur

Jeep svar­ar því kalli og býður upp á gömlu góðu bíl­ana en í nýrri og breyttri mynd og sem upp­fyll­ir kröf­ur al­menn­ings nefnd­ar hér að ofan.

Und­ir­rituð fékk að prufu­keyra Jeep Compass Trail­hawk ten­gilt­vinn-jeppa og er hann draum­ur í dós. Í já­kvæðri merk­ingu, því bíll­inn er eng­in dós! Aft­ur fann ég fyr­ir þess­ari gömlu traust­vekj­andi til­finn­ingu úr am­er­ísku barnæsk­unni þó þessi sé auðvitað hannaður fyr­ir fólk nú­tím­ans.

Bíll­inn er afar hljóðlát­ur og mjúk­ur í akstri. Hann er ekk­ert tryl­li­tæki á við minn gamla Jeep en hver þarf að kom­ast í hundrað á 5,3 sek­únd­um? Afar fáir.

Jeep Compass Trail­hawk er frá­bær jepp­ling­ur sem er ekki of stór í inn­an­bæjarsnatt, ekki of lít­ill í ut­an­bæjarakst­ur og þar sem hann er ten­gilt­vinn­bíll er hægt að halda bens­ín­kostnaði niðri. Trail­hawk er fjór­hjóla­drif­inn og hægt að setja hann í lágt drif ef fara þarf yfir tor­fær­ur eða ár. Hægt er að stilla á snjó, mold, sand og sport og þegar sport-akst­urs­ham­ur er val­inn fær maður öll hest­öfl­in með sér í lið. Bíll­inn hleður sig einnig á keyrslu og þannig spar­ast raf­magnið svo­lítið, en hægt að kom­ast yfir 600 kíló­metra á full­um tanki og fullri hleðslu.

Raf­knú­inn aft­ur­hleri

Þessi jepp­ling­ur er sann­kölluð lúx­us­bif­reið sem virk­ar samt vel í tor­fær­um. Það er hiti í sæt­um og stýri og aft­ur­hler­inn er raf­knú­inn, nokkuð sem hús­móðir með full­ar hend­ur af Bónu­s­pok­um kann vel að meta. Einnig get­ur hann bakkað sjálf­ur inn í stæði fyr­ir þá sem eiga í vanda með slíkt.

Það er ljúft að keyra þenn­an bíl. Sam­visk­an er líka í lagi því hann legg­ur sitt á vog­ar­skál­arn­ar með vist­væn­um akstri og ekki er verra að hafa aðeins meira á milli hand­anna með minni bens­ín­eyðslu.

Jeep Compass Trail­hawk ten­gilt­vinn

» 1,3 l 4 strokka túr­bó-bens­ín­vél PHEV

» 240 hest­öfl sam­tals (þar af 60 hö. frá raf­mótor)

» 6 gíra sjálf­skipt­ing

» Eyðsla frá 2.0 l/​100 km

» 0-100 km/​klst. á 7,3 sek

» Há­marks­hraði á raf­magni ein­göngu 130 km/​klst.

» Drægni yfir 600 km á bens­íni og raf­magni

» Drif: 4×4

» Eig­in þyngd: 1.770 kg

» Far­ang­urs­rými: 420 lítr­ar

» Umboð: Ísband

» Verð: 6.499.000 kr eins og prófaður.

» Verð frá 5.999.000 kr. (Compass Lim­ited)

Greinina má lesa í heild sinni HÉR

Ljósmyndir: Ásdís Ásgeirsdóttir