Hjörtur L. Jónsson hjá Bændablaðinu reynsluók á dögunum Jeep Compass Trailhawk 4xe. Uppfyllti Compass-inn allar hans væntingar og sagði hann bílinn bara hafa plúsa og enga mínusa.

Fyrstu tvinn-bílarnir frá Jeep sem eru með fjórhjóladrif, hátt og lágt drif og eru með hærra undir lægsta punkt en 20 cm eru komnir í sölu hjá Ísband. Um síðustu helgi gafst mér tækifæri á að prófa einn af þessum bílum, en fyrir valinu var Jeep Compass Trailhawk.

Stuttur prufuakstur en bíllinn kom verulega á óvart

Þegar ég kom að bílnum var hann fullhlaðinn á bílastæðinu fyrir utan Ísband og ekkert annað en að drífa sig af stað áður en næsta él skylli á.

Í upphafi var ekið á rafmagninu og á 90 km hraða var bíllinn hávaða-mældur áður en að bensínvélin færi í gang. Mér til furðu þrátt fyrir lítinn bíl á grófum ónegldum vetrardekkj-um mældist hávaðinn inni í bílnum ekki nema 67,4 db. Þessi bíll er að mælast betur en flestir rafmagnsbílar sem ég hef prófað (oftast mælast rafmagnsbílar á bilinu 68-71db).
Sætin í bílnum sérlega góð, fljót að hitna. Hitinn í stýrinu var kær-kominn á þessum kalda laugardegi, en bíllinn var fljótur að hitna að innan.
Alls keyrði ég bílinn ekki nema um 60 km og þar sem snjór er yfir öllu var ekki hægt að prófa bílinn á holóttum malarvegi.
Þess í stað prófaði ég bílinn á frosnum slóða og fannst virknin í fjórhjóladrifinu fín og bíllinn lipur í slóðaakstri þó svo að ég hefði viljað reyna betur á fjöðrunina.
Í lok bíltúrsins hafði ég ekið á rafmagninu um 25 km og eftir á raf-hlöðunni var 22% sem er uppgefið 7 km.

Margar stillingar á drifbúnaði

Eins og áður sagði er bíllinn fjór-hjóladrifinn, með hátt og lágt drif. Sjálfskiptingin er 6 gíra, en still-ingarnar á skiptingunni eru sex; Auto, sport, snow, sand, mud og rock. Ég prófaði allar þessar stillingar og munurinn var mikill.
Að taka af stað í hálum snjónum í „snow“ stillingunni er þannig að bíllinn einfaldlega tekur ekki spól á neinu hjóli. Þetta er fyrsta „snow“ stillingin sem virkilega virkar af þeim bílum sem ég hef prófað til þessa.
Í sport-stillingunni er skemmtileg-ast að keyra, en þá dettur rafmagns-mótorinn út og 240 hestafla bens-ínvélin er hættulega fljót að henda bílnum á „ökuleyfissviptingarhraða“.
Mest keyrði ég á „auto-still-ingunni“, þá var rafmagnið inni, en uppgefin drægni á fullri rafhlöðu eru 50 km. Í kulda gæti ég trúað að það sé eitthvað styttra (u.þ.b. 30 km mundi ég halda).
Þegar komið er í miklar torfærur þá kemur lága drifið sér vel og þegar það er komið á er hægt að læsa hjólum og setja „rock-stillinguna“ á.

Bara plúsar, fann engan mínus

Oft hef ég talið upp plúsa og síðan mínusa, nú ber svo við að ég fann ekki neina mínusa á þessum tæpu 70 km sem ég ók bílnum.
Það sem ég var hrifnastur af voru þessar sex stillingar á skipt-ingunni fyrir mismunandi aðstæður og hrifnastur var ég af virkni á snjó-stillingunni.
Ljósin kvikna allan hringinn, hit-inn í stýrinu, bíllinn fljótur að hitna, öll sætin eru þægileg í að sitja, 230 W tengill fyrir lítil rafmagnstæki er í bílnum.
Öryggisbúnaðurinn er mikill. Akreinalesari, blindhornsvörn, árekstravari, hraðastillir, bílastæða-aðstoð (leggur sjálfur í stæði) og margt fleira.
Ég vil banna varadekkslausa bíla, en þessi bíll er með fullbúið varadekk (man ekki eftir rafmagns/bensínbíl sem ég hef prófað og var með fullbúið varadekk).
Ef eitthvað væri til að gefa mínus þá er það verðið á bílnum, en ódýr-asti Jeep Compass Limited bíllinn er á 5.999.000. Bíllinn sem ég prófaði kostar 6.499.000, en í honum er svo mikið af góðum búnaði að það er ósanngjarnt af mér að kvarta undan verðinu og fyrir vikið sem sagt, enginn mínus.
Þetta verð miðast við forsölu-verð, en vegna veikingar á gengi og hækkunar á VSK um áramótin næstu verður einhver hækkun frá þessu verði. Vilji einhver fræðast meira um bílinn þá má finna meiri upplýsingar um Jeep á vefsíðunni www.jeep.is.

Greinina, sem er á bls 54, og Bændablaðið má skoða í heild sinni HÉR

Ljósmyndir: Hjörtur L. Jónsson