ÍSBAND umboðsaðili JEEP® og RAM á Íslandi býður til stórglæsilegrar jeppa- og pallbílasýningar á laugardaginn.

Sýndir verða óbreyttir og breyttir Jeep® jeppar og RAM pallbílar.  Jeep® Grand Cherokee verður m.a. sýndur með 33” og 35” breytingum og Jeep® Wrangler Rubicon verður sýndur með 35”, 37” og 40” breytingum.  RAM pallbílar verða til sýnis  með 37” og 40” breytingum.

Þjónustuverkstæði ÍSBAND sérhæfir sig í breytingum á Jeep® og RAM, en ÍSBAND er með umboð fyrir hin virtu amerísku breytingar fyrirtæki AEV, sem sérhæfir sig í breytingum á RAM og TeraFlex, sem sérhæfir sig í breytingum á Jeep®.

Rjúkandi heitt Lavaza kaffi verður á könnunni og gos og snakk frá Ölgerðinni og Danól.

Sýningin er í sýningarsal ÍSBAND í Þverholti 6 Mosfellsbæ og er opin á milli kl. 12-16.