ÍSBAND, umboðsaðili Jeep og RAM á Íslandi efnir næstkomandi laugardag til stórglæsilegrar bílasýningar á breyttum Jeep jeppum og RAM pallbifreiðum í sýningarsal sínum að Þverholti 6 í Mosfellsbæ.  Á sýningunni verða tvær frumsýningar.  Jeep Wrangler Rubicon og RAM 3500 með 40” breytingum.  Að auki verða sýndir Jeep Grand Cherokee með 33” og 35” breytingum og Jeep Wrangler með 35” og 37” breytingum.  RAM pallbílar með 35” og 37” breytingum verða einnig til sýnis.  Allar þessar breytingar eru unnar af þjónustuverkstæði ÍSBAND, nema Jeep Grand Cherokee 35” breytingin er unnin af Arctic Trucks.

ÍSBAND er með umboð fyrir amerísku breytingarfyrirtækin AEV, sem sérhæfir sig í breytingum fyrir Jeep Wrangler og RAM pallbíla og Teraflex fyrirtækið sem sérhæfir sig í breytingum á Jeep Wrangler.  Upphækkunarsett, demparar, brettakantar og felgur frá þessum fyrirtækjum er meðal þess sem sýningargestir geta séð á breyttu bílunum.

Rjúkandi heitt Lavazza kaffi frá Danól verður á könnunni og gos og snakk frá Ölgerðinni.   Sýningin verður opin á milli kl. 12-16.