Teitur Gissurarson fékk lánaða hjá okkur Jeep Wrangler Rubicon, bæði bensín og dísel, í reynsluakstur fyrir Bíladóma MBL. “Frá­bært út­lit og kröft­ug­ur fíl­ing­ur í sam­bland við nú­tíma­tækni og lipr­an inn­an­bæjarakst­ur er það sem ein­kenn­ir hinn nýja Ru­bicon, og mega Jeep menn vera stolt­ir af hon­um, og má Willy sömu­leiðis vera stolt­ur af arf­tak­an­um.”

 

„Mikið hlakka ég til að keyra hann á morg­un.“ Að þessu stóð ég mig segja upp­hátt eitt sinn þegar ég gekk fram hjá Jeep Wrangler Ru­bicon­in­um sem sat á hlaðinu hjá mér, öðrum af þeim tveim­ur sem ég hafði til reynsluakst­urs, helgi eina nú í ág­úst.

Nýi Ru­bicon­inn frá Wrangler er jeppi með stóru joði. Kitl­ar egóið þegar maður geng­ur að hon­um, kraft­góður og traust­ur í akstri, og minn­ir í hverri beygju á það á hvaða arf­leifð hann bygg­ist.

„Þú ert að fara í jeppa­ferð“

„Þetta er svo­lít­ill karla­bíll,“ seg­ir kær­ast­an meðan hún stekk­ur upp í farþega­sætið á fal­lega stein­grá­um Ru­bicon­in­um og tek­ur þétt­ings­fast í hand­fangið fyr­ir fram­an sig. Í sömu andrá virðir hún inn­volsið á bíln­um fyr­ir sér, grófa takk­ana og stór­an skjá­inn. Allt við farþega­rýmið minn­ir á að hún væri stödd í al­vöru jeppa. Inni í of­an­nefndu hand­fangi sitja ber­ir skrúfu­haus­ar og fyr­ir fram­an hana stór­ir hnapp­ar til að stýra miðstöðinni og sæta­hit­an­um. Glans­andi rauður grunn­ur­inn sem driflæs­ing­arof­inn sit­ur á og stór gír­stöng­in með breiðum hausn­um og teikn­ing­unni af Willys jepp­an­um ofan á. Allt gert til þess að setja tón­inn fyr­ir bíl­ferðina sem við vor­um að fara í. „Þú ert að fara í jeppa­ferð,“ er eins og bíll­inn segði við hana áður en vél­in var ræst.

Nokkr­um and­ar­tök­um eft­ir að kær­ast­an hafði rifið í hand­fangið vor­um við lögð af stað upp í bú­stað og þrátt fyr­ir að hafa ekki ætlað mér að orða þetta jafnafdrátt­ar­laust og hún, áttaði ég mig al­veg á því hvað hún átti við með því að kalla Ru­bicon­inn „karla­bíl“. Meðan ný átta þrepa sjálf­skipt­ing­in og 2,2 lítra dísel­vél­in malaði á leiðinni aust­ur fyr­ir fjall hrönnuðust upp hlut­irn­ir sem mér líkaði við bíl­inn og á meðan óx nýtil­kom­inn jeppa­áhugi minn.

Ekk­ert óþarfa vesen

Það sem vit­an­lega vek­ur fyrst eft­ir­tekt þegar maður sér nýja Ru­bicon­inn er út­litið á hon­um. Eins og við mátti bú­ast réðst Jeep ekki í nein­ar heild­ar­út­lits­breyt­ing­ar frá fyrri mód­el­um, og skín tíma­laus hönn­un­in á fyrsta Wranglern­um, frá 1986, óneit­an­lega í gegn. Eins og annað við bíl­inn er ytra byrði hans hannað til að minna mann á það að maður sé að aka jeppa. Ekk­ert óþarfa vesen. Fest­ing­arn­ar fyr­ir hjar­irn­ar á hurðum bíls­ins gróf­ar og eldsneyt­is­lokið sömu­leiðis. Öngv­ar óþarfa sveif­ar til að opna það, og sömu sögu að segja um vél­ar­hlíf­ina, sem er læst með tveim­ur utanáliggj­andi fest­ing­um.

Upp­lif­un­in má þó að mínu mati ekki líða fyr­ir út­litið, en ger­ir það í einu til­felli í Ru­bicon­in­um.

Á ég þar við fern­hyrnda hliðarspegl­ana, sem eru í sér­stak­lega góðum takti við aðra hönn­un bíls­ins, en eru aðeins of litl­ir. Stóð ég mig meðal ann­ars að því að þurfa að at­huga „blinda blett­inn“ oft­ar en vana­lega þegar ég skipti á milli ak­reina í höfuðborg­inni. Þrátt fyr­ir að hafa ekki prófað það sjálf­ur get ég ímyndað mér að þeir sem færu á Ru­bicon í ferðalag með hjól­hýsi eða ann­an or­lofs­vagn í eft­ir­dragi yrðu fljót­ir að fá sér auka hliðarspegla utan á þá sem fyr­ir eru. En kannski er það ein­fald­lega gjaldið sem maður greiðir fyr­ir glæsi­legt út­lit bíls­ins.

Ólík­ur að stór­kost­legu leyti

Því verður ekki neitað að Jeep hagn­ast á því að geta byggt á arf­leifð hins ódauðlega Willys jeppa. Eins og áður seg­ir fara þeir hjá Jeep ekki leynt með þetta og sýna stolt­ir litla teikn­ingu af jepp­an­um gamla í gír­stöng­inni, og minna öku­mann­inn á hvurslags bif­reið hann er að aka. Þótti sex­tug­um föður mín­um þetta sér­stak­lega skemmti­legt og var þar með unn­inn á band Ru­bicons­ins. Hann sjálf­ur, eins og marg­ir af sinni kyn­slóð, bú­inn að skak­ast marg­an sveita­veg­inn í aft­ur­sæt­inu á Willys-jeppa.

Þrátt fyr­ir að vera lík­ur for­föður sín­um að ýmsu leyti er nýi Ru­bicon­inn þó ólík­ur gamla Willys-inum að stór­kost­legu leyti líka. Sér­stak­lega kom Ru­bicon­inn á óvart þegar ég fór að reyna græj­urn­ar í bíln­um. Þrátt fyr­ir að all­ir al­vöru bíl­ar í sama verðflokki séu í dag komn­ir með háklassa tölvu­kerfi hafði ég ekki gert mér mikl­ar von­ir um að ég yrði sér­stak­lega heillaður af græj­un­um í Ru­bicon­in­um. Það kom svo á dag­inn að græj­urn­ar voru á meðal þess sem heillaði hvað mest, mögu­lega höfðu hófstillt­ar vænt­ing­ar mín­ar þar áhrif, en stór snerti­skjár­inn í miðju öku­rým­is­ins og sam­spil hans við skjá­inn milli snún­ings- og hraðamæl­is­ins í mæla­borðinu kom ein­stak­lega vel út. Hljómgræj­urn­ar voru einnig frá­bær­ar. Kröft­ug bassa­keil­an í skott­inu gaf Stuðmönn­um góða inn­spýt­ingu þegar ég skrúfaði upp í þeim á Miklu­braut­inni. Þægi­legt og auðskilj­an­legt viðmót stýri­kerf­is­ins í skján­um heillaði líka, enda hef­ur maður lent í því að viðlíka stýri­kerfi í meiri lúx­us­bif­reiðum séu að reyna of mikið, og líði því fyr­ir það. Sömu­leiðis var ég fljót­ur að ná tök­un­um á skján­um á milli mæl­anna, sem maður fletti og stillti með hnöpp­un­um í stýr­inu.

Jeppa­and­inn hverf­ur ekki

Ánægjust­unu má heyra koma frá Ru­bicon þegar hon­um er hleypt á gróf­ara und­ir­lag. Ég náði því miður ekki að fara með hann í al­menni­lega fjalla­ferð en ímynda mér að hann sé ein­stak­lega traust­ur þar. Auðvelt er að skipta á milli háa og lága drifs­ins, en eins og áður seg­ir er drif­inu læst með ein­um rofa og ef maður er í þeim mun tor­fær­ari ferð er jafn­væg­is­stöng­in af­tengd með öðrum rofa.

Í inn­an­bæjarakstri er Ru­bicon lip­ur og þægi­leg­ur, og þrátt fyr­ir að ná aldrei að hrista al­menni­lega af sér jeppafíl­ing­inn (enda lang­ar hann ekk­ert að gera það) þá tekst hon­um merki­lega vel að vera ekki of stór þegar maður legg­ur hon­um í þröngt stæði. Þótti mér hann standa sig bet­ur í þeirri próf­un en marg­ir stærri jepp­ar sem þó eiga að heita meiri lúxusjepp­ar.

Nokk­ur mun­ur er á dísilút­gáf­unni og bens­ín­bíln­um í akstri, en frá engu sér­stöku að segja í þeim efn­um. Meiri snerpa er í bens­ín­bíln­um en meira tog og minni eyðsla í dísilút­gáf­unni. Segja mín­ir menn hjá Ísbandi, umboðsaðila Jeep, að báðar teg­und­ir séu keypt­ar nokkuð jafnt.

Sjálf­um fannst mér bens­ín­bíll­inn skemmti­legri, sem skil­ar með 2,0 lítra vél heil­um 270 hest­öfl­um, 70 fleiri en dísil­bíll­inn. Eins og við var að bú­ast var hann því snarp­ur og þó maður þrykkt­ist ekki aft­ur í sætið eins og í lág­um sport­bíl þótti mér hann standa sig býsna vel borið sam­an við eig­in upp­lif­un af akstri þekktra sportjeppa. Með bæði græj­urn­ar og inn­gjöf­ina í botni gleymd­ist fljótt að maður væri að aka barna­barni gamla Willys.

Frá­bært út­lit og fíl­ing­ur

Eng­inn bíll er full­kom­inn, og áður nefndi ég hliðarspegl­ana sem mér þóttu held­ur litl­ir. Annað sem mér fannst ekki nógu vel út­fært í nýja Ru­bicon­in­um er nokkuð minni­hátt­ar, en vert að minn­ast á.

Eins og þekkt er, er veltigrind­in á Wranglern­um „inni í“ bíln­um, ef svo má að orði kom­ast, enda er hann víða seld­ur án þaks og jafn­vel notaður án hurða. Þýðir þetta því að grind­in kem­ur niður úr loft­inu svo að segja og veld­ur því að maður sér verr út þegar setið er í aft­ur­sæti bíls­ins. Myndi rýmis­k­víðnum kannski líða eins og þrengt væri að þeim. Ekk­ert þessu tengt truflaði mig þó í akstri, en eft­ir þessu var tekið þegar sest var í aft­ur­sætið.

Annað sem mér líkaði ekki nógu vel, af sömu rót sprottið, var hurðin á skott­inu sem skilj­an­lega er í tveim­ur hlut­um, vegna þess að þakið er, í heit­ari lönd­um en Íslandi, oft val­mögu­leiki frek­ar en nauðsyn. Veld­ur þetta því að tvær hreyf­ing­ar þarf til að kom­ast í skottið; opna hurðina til hliðar og hler­ann með aft­ur­rúðunni upp á við. Vit­an­lega er hægt að henda ein­hverju í skottið án þess að færa til hler­ann en það ger­ir maður ein­ung­is í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um.

Eins og áður seg­ir þótti mér þessi atriði þó nokkuð minni­hátt­ar í sam­an­b­urði við annað sem Ru­bicon býður upp á. Frá­bært út­lit og kröft­ug­ur fíl­ing­ur í sam­bland við nú­tíma­tækni og lipr­an inn­an­bæjarakst­ur er það sem ein­kenn­ir hinn nýja Ru­bicon, og mega Jeep menn vera stolt­ir af hon­um, og má Willy sömu­leiðis vera stolt­ur af arf­tak­an­um.

Jeep Wrangler Ru­bicon 2019

» 4 strokka 2,0 l bens­ín­vél með forþjöppu og 4 strokka 2,2 l dísil­vél með forþjöppu.
» 273 ha/​400 Nm bens­ín­vél og 200 ha/​450 Nm dísil­vél.
» 8 þrepa sjálf­skipt­ing.
» Eyðsla í blönduðum akstri: 10l/​100 km (bens­ín) 7.7l/​100 km (dísil)
» Fjór­hjóla­drif­inn
» 4:10 drif­hlut­föll
» Hás­ing­ar að fram­an og aft­an. 100% læs­ing­ar að fram­an og aft­an.
» 32“ BF Goodrich Mudtrack-dekk.
» Far­ang­urs­rými: 548 lítr­ar.
» Drátt­ar­geta: 2.370 kg.
» Þyngd: 2.080 kg.
» Sót­spor: Dísil 197 g og bens­ín 219 g.
» Umboð: ÍsBand

Verð frá: 10.890.000 kr.

Ljósmyndir: Kristinn Magnússon/MBL

Greinina má lesa í heild sinni HÉR