Ís-Band vantar fleiri bifvélavirkja

Vegna aukinna verkefna vantar okkur fleiri bifvélavirkja.

Íslensk-Bandaríska (Ís-Band) er umboðsaðili fyrir Fiat Chrysler Automobiles (FCA) og flytur inn og þjónustar bíla frá Alfa Romeo, Chrysler, Fiat, Dodge, Jeep og RAM pallbíla, ásamt flestum tegundum bifreiða. Starfsstöðvar Ís-Band eru tvær, Smiðshöfða 5 þar sem verkstæði og varahlutaverslun eru til húsa og Þverholti 6 í Mosfellsbæ þar sem söludeild nýrra bíla er.

  • Starfið felst í öllum almennum bílaviðgerðum, bilanagreiningum, breytingum og þjónustu við bifreiðar.
  • Við leitum að öflugum og jákvæðum einstaklingum sem hafa reynslu af bílaviðgerðum. Reynsla í jeppabreytingum er kostur.
  • Við hvetjum jafnt konur sem karla að sækja um.

Upplýsingar um starfið gefur johannes@isband.is

By |2019-05-09T16:12:42+00:00May 9th, 2019|ÍS-BAND|0 Comments

About the Author:

Leave A Comment

Á þessari heimasíðu eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda. Lesa nánar Samþykkja