Goðsögnin Jeep® Wrangler nú með díselvél

Ís-Band mun frumsýna laugardaginn 27. apríl Jeep® Wrangler Rubicon með nýrri díselvél, en í byrjun mars frumsýndi Ís-Band nýjan Jeep® Wrangler Rubicon með bensínvél. Nýja díselvélin er 2.2ja lítra 200 hestöfl og togar 450 Nm við 2.000 sn/mín. Jeep® Wrangler sló svo sannarlega í gegn á dögunum þegar hann var frumsýndur og seldist fyrsta sending upp fljótlega eftir frumsýninguna. Líkt og bensínútgáfan er dísel Jeep® Wrangler Rubicon mjög vel útbúinn. Rock Trac fjórhjóladrif og 100% Tru-Loc driflæsingar að framan og aftan. Selec-Track millikassi og 4WD auto stilling sem gerir kleift að hægt er að aka Wrangler í fjórhjóladrifinu án þess að til þvingunar komi á milli fram- og afturöxuls. Þennan búnað er einungis að finna í evrópsku útfærslunni og þar af leiðandi ekki í amerísku eða kanadísku útgáfunni. Ný kynslóð Dana Heavy Duty fram- og afturhásinga, með aftengjanlegum jafnvægisstöngum og 4:10 drifhlutföllum.

Verð á Jeep® Wrangler Rubicon er frá 10.890.000 kr. Boðið eru upp á veglegan aukahlutapakka á sýningarbílunum sem innihalda m.a. leðurinnréttingu, LED aðal- og þokuljós og LED ljós að að aftan, bakkmyndavél með bílastæða aðstoð, blindhornsvörn, Bluetooth til að streyma tónlist og síma, íslenskt leiðsögukerfi og Apple CarPlay & Google Android og kostar hann með öllum aukahlutum 12.450.000 kr.

Jafnframt því að sýna frumsýna nýjan Jeep® Wranlger Rubicon dísel, mun Ís-Band sýna breytta Jeep® Grand Cherokee jeppa með 33” og 35” breytingu. 35” breytingin er unnin í samvinnu við Arctic Trucks. Það er því tilvalið að skella sér á laugardaginn í heimsókn í sýningarsal Ís-Band og berja öflugustu jeppa landsins augum.

Sýningin er verður opin á milli kl. 12 og 16 og er í sýningarsal Ís-Band að Þverholti 6 í Mosfellsbæ. Rjúkandi heitt Lavazza kaffi og KitKat frá Danól verður í boði sem og ískalt Egils appelsín frá Ölgerðinni.

Hlökkum til að sjá þig!

Starfsfólk Ís-Band