Ís-Band mun frumsýna laugardaginn 26. janúar tvo öfluga jeppa frá Jeep®.

Jeep® Cherokee kemur nú með nýju og glæsilegu útliti og ríkulegri staðal- og öryggisbúnaði en áður, s.s. leðurinnréttingu,  rafdrifinni og snertilausri opnun á afturhlera og stærra farangursými.   Í  boði er öflug en sparneytin 2,2 lítra 195 hö. díselvél með 9 gíra sjálfskiptingu.  Tvær útfærslur eru í boði Longitude Luxury og Limited.  Einstaklega góðir aksturseiginleikar hafa einkennt Jeep® Cherokee í gegnum tíðina sem og geta hans í torfærum þar sem hann er í algjörri sérstöðu í sínum stærðarflokki.  Jeep® Cherokee er alvöru jeppi með alvöru fjórhjóldrifi með 4 drifstillingum, Limited er auk þess með hátt og lágt drif.

Jeep® Grand Cherokee  verður frumsýndur með 35” breytingu sem gerð er í samvinnu við Arctic Trucks.  Breytti bíllinn er í Trailhawk útfærslu sem er torfæruútgáfan af þessum öfluga jeppa.  3.0 lítra V6, 250 hö, díselvél og 8 gíra sjálfskiptingu. Hann er með háu og lágu drifi, driflæsingu að aftan og með sjálfstæða loftpúðafjöðrun að framan og aftan.  Áður hefur Ís-Band kynnt 33” breytingu á Grand Cherokee sem fengið hefur feiki góðar viðtökur.

Helstu breytingar sem gerðar eru að klippt hefur verið úr brettum, síls og stuðurum.  Ný innribretti eru sett í bílinn og sérsmíðaðir brettakantar eru settir utan á bílinn sem eru í stíl við fallegar útlínur hans.  Klossar eru settir undir loftpúða og dempara og nýjir armar í hæðarskynjurum.  30mm lift er á fjöðrum og 35” dekk á 17×9” felgum eru undir bílnum  Annars er hér sjón sögu ríkari.

Sýningin er verður opin á milli kl. 12 og 16 og er í sýningarsal Ís-Band að Þverholti 6 í Mosfellsbæ.  Boðið verður upp á rjúkandi heitt Lavazza kaffi og KitKat frá Danól og ískalt Egils appelsín frá Ölgerðinni.