Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) stendur á ári hverju fyrir vali á Bíl ársins og var valið tilkynnt við athöfn í húsnæði Blaðamannafélags Íslands í gærkvöldi. Þetta árið var 31 bíll sem uppfyllti það skilyrði að vera gjaldgengur í valinu, en bílarnir þurfa annaðhvort að vera nýir eða af nýrri kynslóð.

Forvalsnefnd fjögurra aðila í Bandalagi íslenskra bílablaðamanna valdi 12 þeirra í úrslit í fjórum flokkum að þessu sinni, eftir að hafa prófað þá alla. Það kom svo í hlut níu manna valnefndar að lokaprófa þessa tólf bíla og var það gert sem fyrr á Kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni.

Þegar stig allra 12 bílanna lágu fyrir kom í ljós að næstflest stig fékk Alfa Romeo Giulia, en langt er síðan að bíll frá Alfa Romeo hefur verið í vali á Bíl ársins og að þessu sinni virðist Alfa Romeo hafa aldeilis stimplað sig inn með stæl.

Það er því tilvalið að koma núna við í sýningarsal okkar að Þverholti 6 og sjá Alfa Romeo Giulia í 290 hestafla, fjórhjóladrifinni Veloce útfærslu. Sjón er sögu ríkari. Sýningarsalurinn er opinn alla virka daga á milli kl. 10-18 og laugardaga á milli kl. 12-16.

Heimasíða Alfa Romeo á Íslandi: http://www.alfaromeo.is/