Við erum að vaxa og okkur vantar fleira samstarfsfólk í öflugan hóp hjá Ís-Band

Íslensk-Bandaríska ehf (Ís-Band) er yngsta bílaumboðið á Íslandi og hóf formlega starfsemi í janúar 2017. Fyrirtækið hefur verið starfrækt síðan 1998 en var þá fyrst og fremst í innflutningi á nýjum og notuðum bílum frá USA og Evrópu. Frá 2016 hefur Ís-Band verið umboðsaðili Fiat Chrysler Automobiles (FCA) og flytur inn nýja bíla frá  Alfa Romeo, Fiat, Fiat Professional atvinnubíla, Dodge, Jeep og RAM pallbíla ásamt vara- og aukahlutum frá Mopar sem er í eigu FCA.

Hjá Ís-Band starfa í dag 16 manns að Smiðshöfða 5 þar sem verkstæði og varahlutaverslun er til húsa og að Þverholti 6 í Mosfellsbæ þar sem söludeild nýrra bíla er til húsa. Umfang Ís-Band er að aukast bæði í sölu nýrra bíla sem og sölu vara- og aukahluta og því vantar okkur öflugt samstarfsfólk til að byggja fyrirtækið upp með okkur.

Í byrjun september frumsýndum við Alfa Romeo vörumerkið og á næstu 12 mánuðum munum við svo kynna margar tegundir nýrra bíla frá Alfa Romeo, Jeep og RAM. Við munum einnig stækka varahlutaverslunina á komandi mánuðum.

 

Þetta eru verkefnin sem við þurfum að leysa og erum að leita að samstarfsfólki til að sinna:

Sölumaður vara- og aukahluta í verslun Smiðshöfða 5

  • Starfið felst í afgreiðslu viðskiptavina, sölu til núverandi og verðandi viðskiptavina, vörumóttöku og frágang á lager og öðru sem til fellur í verslun.
  • Við leitum að jákvæðum einstakling sem hefur reynslu af sölu varahluta og/eða bílaviðgerðum. Starfið hentar bæði konum sem körlum á öllum aldri.
  • Upplýsingar um starfið gefur johannes@isband.is

 

Móttaka viðskiptavina verskstæði- og varahlutaverslun Smiðshöfða 5

  • Starfið felst í móttöku viðskiptavina í afgreiðslu verkstæðis og varahluta og símsvörun. Bóka tímapantanir verkstæðis og skipuleggja þau verk sem eru framundan í samvinnu við verkstæðisformann.
  • Við leitum að jákvæðum og þjónustulunduðum einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt og er góður í mannlegum samskiptum. Reynsla er kostur en ekki skilyrði. Mikilvægast er að hafa vilja til að þjónusta viðskiptavini og vinna með samstarfsfólki. Annað lærist með tímanum. Starfið hentar bæði konum sem körlum á öllum aldri.
  • Upplýsingar um starfið gefur johannes@isband.is

 

Útkeyrsla vara- og aukahluta og standsetning nýrra bíla Smiðshöfða 5 og Þverholti 6

  • Annar hluti starfsins er aðtaka til og keyra varahluti til viðskipavina á höfuðborgarsvæðinu. Sækja varahluti fyrir verkstæðið, vörumóttöku og frágangi og öðru sem til fellur í verslun og verkstæði.
  • Hinn hluti starfsins felstí að gera nýja bíla tilbúna til sölu þegar þeir koma frá framleiðanda. Framkvæma þær aðgerðir og stillingar sem gera þarf, fara yfir gæðaprófanir og þrífa utan sem innan. Mesta vinnan er framkvæmd á þjónustuverkstæðinu Smiðshöfða 5 en eftirfylgni þrifa er í söludeild nýrra bíla í Þverholti í Mos. Í starfinu felst einnig ýmist tilfallandi störf sem geta komið upp, t.d. keyra og sækja bíla.
  • Við leitum að jákvæðum einstaklingi sem er líkamlega hraustur, er með almenn ökuréttindi og er tilbúinn að hlaupa í ýmis verkefni sem til falla. Starfið hentar bæði konum sem körlum á öllum aldri.
  • Upplýsingar um starfið gefur johannes@isband.is