Laugardaginn 1. september mun Ís-Band kynna formlega Alfa Romeo vörumerkið og frumsýna þrjá nýja Alfa Romeo bíla.
Alfa Romeo á sér ríka hefð í hönnun á kappaksturs- og sportbílum og endurspeglar framleiðsla þeirra bíla, þar sem ávallt er lögð áhersla á sportlega akstureiginleika og glæsilegt útlit. Það ætti því að vera ánægjuefni fyrir aðdáendur slíkra bifreiða að bílar frá Alfa Romeo séu nú boðnir hér á landi.
Að þessu tilefni mun Ís-Band frumsýna þrjá bíla úr vörulínu Alfa Romeo.
ALFA ROMEO STELVIO
Stelvio er sportjeppi sem hefur nú þegar skráð sig á spjöld sögunnar, en hann státar af hraðameti fjöldaframleiddra jeppa á Nürburgring F1 keppnisbrautinni í Þýskalandi. Stelvio er fáanlegur með 210 hestafla díselvél eða 280 hestafla bensínvél og mun Ís-Band sýna báðar útfærslur. Stelvio er fáanlegur í hinni mögnuðu Quadrifoglio útfærslu sem skilar 510 hestöflum. Verð á Stelvio er frá 7.990.000 kr.
ALFA ROMEO GIULIA
Giulia fékk Gullna stýrið fyrir að vera “fallegasti bíllinn” þegar hann kom á markað 2016. Má segja að Giulia endurspegli orðið fegurð, í allri sinni mynd. Giulia hefur fengið fjölda verðlauna ekki bara fyrir útlitshönnun, heldur einnig fyrir einstaka akursteiginleika. Grunnútgáfa Giulia er með 2,0 lítra 150 hestafla bensínvél og 8 þrepa sjálfskiptingu og kostar hún frá 5.990.000 kr.
Ís-Band mun sýna á sýningunni Giulia í Veloce útfærslu, fjórhjóladrifinn með 280 hestafla bensínvél. Giulia er einnig fáanleg með 210 hestafla dísellvél, fjórhjóladrifin og kostar hún þá frá 7.850.000 kr. Líkt og Stelvio er Giulia fáanleg í Quadirfoglio fjórhjóladrifinni útfærslu með 510 hestafla bensínvél.
ALFA ROMEO GIULIETTA
Að lokum verður svo frumsýnd Alfa Romeo Giulietta, sportlegur og sprækur bíll í millistærðarflokki. Verð á Giulietta er 4.900.000 kr.
Sýningin verður í sýningarsal Ís-Band að Þverholti 6 í Mosfellsbæ og verður opin frá kl. 12-16. Boðið verður upp á ítalskt gæðakaffi frá Lavazza og aldinvatnið AVA frá Ölgerðinni.
Leave A Comment