Þjónustuverkstæði og varahlutaverslun Ís-Band eru á Smiðshöfða 5. Verkstæðið er viðurkennt þjónustuverkstæði fyrir Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Fiat Professional, Jeep og Ram Trucks. Tæknimenn okkar hafa hlotið sérþjálfun frá FCA (Fiat Chrysler Automobiles). Þeir hafa áratuga reynslu í að sinna almennum viðgerðum og geta því sinnt þjónustu og viðgerðum á flestum tegundum bifreiða.

Verkstæðið okkar rúmgott, hátt til lofts og er sérstaklega búið til að geta tekið á móti stórum bílum eins og húsbílum, stórum pallbílum og vinnubílum.

Opnunartíminn er alla virka daga á milli 07:45-18:00. Tímapantar eru í síma 564 4433. Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netföngin: thjonusta@isband.is og varahlutir@isband.is