Íslensk-Bandaríska bílaumboð blæs til Jeep vetrarsýningar á morgun laugardag og er í sýningarsal fyrirtækisins að Þverholti 6, Mosfellbæ. Þar verður til sýnis, allt það nýjasta frá Jeep og einnig verða breyttir Jeep jeppar til sýnis. Hér má nefna margverðlaunaða jeppann Grand Cherokee á 32” dekkjum sem kostar frá 8.990.000 kr. Upphækkaður Cherokee á 31” dekkjum, sem kostar frá: 8.390.000 kr. Þá verður hinn goðsagnakenndi Wrangler sýndur bæði á 33”dekkjum sem og með 35” breytingu, en Wrangler kostar frá 8.490.000 kr. Compass og Renegade verða einnig sýndir á stærri vetrardekkjum, en Íslensk-Bandaríska býður í október með öllum nýjum Jeep, stærri vetrardekk. Compass kostar frá 5.890.000 kr. og Renegade frá 4.390.000 kr. Upphækkun á Grand Cherokee fyrir 32”, Cherokee Limited fyrir 31” og Wrangler fyrir 33” breytingar eru innifaldar í verði. Boðið verður upp á reynsluakstur og kaffiþjónar frá Lavazza munu bjóða upp á ítalskt eðalkaffi auk þess sem krakkarnir fá Appelsín og Lion. Sýningin verður opin frá kl. 12-17.