Hinn nýi jeppi Jeep Compass hef­ur fengið hæstu ein­kunn úr árekstar­próf­un­um hjá EuroNCAP, eða fimm stjörn­ur.

Jeep Compass kem­ur mjög vel út í öll­um flokk­um prófs­ins en EuroNCAP hef­ur ný­lega hert á próf­kröf­um sín­um um ör­ygg­is­staðla í bif­reiðum. Má þar nefna 6 loft­púða og árekstr­ara­vara sem staðal­búnað.

Þá þykir ör­ygg­is­grind­in sem um­lyk­ur öku­mann og farþega í farþega­rými, sér­lega vel heppnuð með til­liti til ör­ygg­isþátta.

„Niðurstaðan end­ur­spegl­ar þann metnað sem Jeep hef­ur sett í hönn­un á Jeep Compass, en hann er út­bú­inn fjöl­mörg­um ör­ygg­is­búnaði sem auka ör­yggi bæði öku­manns og farþega, sem og gang­andi veg­far­enda,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Íslensk-Banda­ríska, umboðsaðila Jeep á Íslandi.

Jeep Compass var frum­sýnd­ur hér á landi í ág­ústlok. Hann verður fyrst um sinn fá­an­leg­ur með 2,0 lítra 170 hestafla dísel­vél, með 9 þrepa sjálf­skipt­ingu, en einnig verður hægt að velja um 2,0 lítra 140 hestafla dísel­vél, sem og 1,4 lítra 170 hestafla bens­ín­vél.

Þessi umfjöllun birtist á mbl.is þann 7. 9. 2017