Blaðamaður Morgunblaðsins kíkti í heimsókn og skoðaði Jeep Compass í sýndarveruleika í sýningarsal okkar.

Það get­ur reynst snúið að skoða bíl sem er ekki á staðnum en þetta er engu að síður mögu­legt í sýn­ing­ar­sal Íslensk-Banda­ríska að Þver­holti 6, Mos­fells­bæ. Þar er hægt að skoða Jeep Compass, rétt eins og bíll­inn stæði á gólf­inu – þó hann sé í reynd hvergi nærri. Það er sér­hannað for­rit fyr­ir kynn­ingu á Jeep Compass, byggt á Tango-hug­búnaði sem Google hannaði fyr­ir snjallsíma, sem ger­ir skoðun­ina mögu­lega.

Útlín­ur Compass eru teiknaðar á gólfi í sér­stök­um sýn­ing­ar­bás í sýn­ing­ar­saln­um, þar sem hægt er að skoða bíl­inn frá öll­um sjón­ar­horn­um, hátt og lágt. „Hægt er að skipta um felg­ur á bíln­um, skoða mis­mun­andi liti og síðast en ekki síst er hægt að fara inn í bíll­inn, skoða stjórn­tæki og jafn­vel er hægt að flauta með því að ýta á flaut­una í stýris­hjól­inu,“ út­skýr­ir Sig­urður Kr. Björns­son, markaðsstjóri Íslensk-Banda­ríska. „Þá má einnig opna far­ang­urs­rýmið og virða það fyr­ir sér. Það er engu lík­ara en að bíll­inn sé hrein­lega á staðnum þegar hann er skoðaður með þess­ari tækni, sem ég held að hafi ekki verið notuð hér á landi áður við kynn­ingu á nýj­um bíl.“

Fyrstu ein­tök­in af Jeep Compass sem koma til lands­ins verða “Launch Ed­iti­on” og eru það vel út­bún­ir bíl­ar í Lim­ited-út­færslu, með mis­mund­andi út­búnaði þó, eins og Sig­urður bend­ir á. „Fyrst um sinn verður 2.0 lítra 170 hestafla dísil­vél í boði, en einnig verður hægt að fá 1.4 lítra 170 hestafla bens­ín­vél. Þá mun Compass verða fá­an­leg­ur í Trail­hawk-út­færslu, sem mun hafa meiri veg­hæð og bet­ur út­bú­in til akst­urs ut­an­vega.“

Jeep Compass verður frum­sýnd­ur þann 26. ág­úst nk. í sýn­ing­ar­sal Íslensk-Banda­ríska að Þver­holti 6 Mos­fells­bæ, en þess má geta að þann sama dag verður einnig bæj­ar­hátíð Mos­fell­inga sem nefn­ist “Í tún­inu heima”.

Þessi umfjöllun birtist á vef mbl.is
Ljósmynd: Morg­un­blaðið/​Jón Agn­ar Ólason